Katrín: Sorglegt að fylgjast með ósanngjarnri umræðu 27. ágúst 2013 22:29 Katrín Jónsdóttir. Mynd/ÓskarÓ Katrín Jónsdóttir, fráfarandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur stigið fram og tjáð sig um þá umræðu sem hefur verið í gangi um kvennalandsliðið eftir að fjórir leikmenn ákváðu að senda landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni bréf og greina honum frá óánægju sinni. Katrín skrifar um málið inn á fésbókarsíðu sinni í kvöld en þar segir hún að það sé sorglegt að fylgjast með umræðunni sem hefur verið um íslenska landsliðið að undanförnu. Sport.is birti fyrst pistil Katrínar á heimasíðu sinni.Pistill Katrínar Jónsóttur í kvöld: „Það hefur verið sorglegt að fylgjast með ósanngjarnri umræðu í tengslum við þjálfaramál íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu upp á síðkastið. Umræðan hefur um margt verið ómálefnaleg og með þann eina tilgang að sverta mannorð nafngreindra leikmanna landsliðsins að ósekju. Slíkar dylgjur gera ekki bara lítið úr jákvæðu starfi og umfangsmikilli uppbyggingu til fjölda ára, heldur hafa þær undantekningarlítið verið kolrangar. Fimm leikmenn kvennalandsliðsins hafa nú sætt óvæginni gagnrýni sem á alls engan rétt á sér. Edda, Katrín, Ólína, Sif og Þóra hafa verið liðsfélagar mínir í félagsliðum og landsliði til fjölda ára. Þær eru allar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir, sem hafa gefið bókstaflega allt í þau verkefni sem lögð hafa verið fyrir þær. Ég hef verið stolt af því að klæðast íslenska landsliðsbúningnum með þeim og þær eru stór hluti af framtíð liðsins. Ég vona innilega að sár mun gróa og að miskunnarlaus umræðan upp á síðkastið skyggi ekki á hið magnaða starf og árangur, sem hefur náðst með samhentu átaki margra góðra þjálfara, öflugs baklands KSÍ, ómetanlegs stuðningsfólks og umfram allt frábærra leikmanna. Áfram Ísland og sjáumst í næsta leik, í stúkunni." Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar. 22. ágúst 2013 16:02 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fráfarandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur stigið fram og tjáð sig um þá umræðu sem hefur verið í gangi um kvennalandsliðið eftir að fjórir leikmenn ákváðu að senda landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni bréf og greina honum frá óánægju sinni. Katrín skrifar um málið inn á fésbókarsíðu sinni í kvöld en þar segir hún að það sé sorglegt að fylgjast með umræðunni sem hefur verið um íslenska landsliðið að undanförnu. Sport.is birti fyrst pistil Katrínar á heimasíðu sinni.Pistill Katrínar Jónsóttur í kvöld: „Það hefur verið sorglegt að fylgjast með ósanngjarnri umræðu í tengslum við þjálfaramál íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu upp á síðkastið. Umræðan hefur um margt verið ómálefnaleg og með þann eina tilgang að sverta mannorð nafngreindra leikmanna landsliðsins að ósekju. Slíkar dylgjur gera ekki bara lítið úr jákvæðu starfi og umfangsmikilli uppbyggingu til fjölda ára, heldur hafa þær undantekningarlítið verið kolrangar. Fimm leikmenn kvennalandsliðsins hafa nú sætt óvæginni gagnrýni sem á alls engan rétt á sér. Edda, Katrín, Ólína, Sif og Þóra hafa verið liðsfélagar mínir í félagsliðum og landsliði til fjölda ára. Þær eru allar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir, sem hafa gefið bókstaflega allt í þau verkefni sem lögð hafa verið fyrir þær. Ég hef verið stolt af því að klæðast íslenska landsliðsbúningnum með þeim og þær eru stór hluti af framtíð liðsins. Ég vona innilega að sár mun gróa og að miskunnarlaus umræðan upp á síðkastið skyggi ekki á hið magnaða starf og árangur, sem hefur náðst með samhentu átaki margra góðra þjálfara, öflugs baklands KSÍ, ómetanlegs stuðningsfólks og umfram allt frábærra leikmanna. Áfram Ísland og sjáumst í næsta leik, í stúkunni."
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar. 22. ágúst 2013 16:02 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Þorlákur tekur ekki við kvennalandsliðinu Þorlákur Árnason tekur ekki við íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en Þorlákur er í dag þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar sem er í langefsta sæti Pepsi-deildarinnar. 22. ágúst 2013 16:02
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40