Samningur Sigurðar Ragnars við KSÍ rann út að loknu Evrópumótinu. Stjórn KSÍ veitti Þóri umboð til að semja við hann á nýjan leik.
„Þá fékk ég símtal frá einum leikmanni landsliðsins sem segir mér að nokkrir aðrir leikmenn séu mjög ósáttir. Ég var ekki sáttur við það símtal og sagði að þessar stúlkur ættu að hafa beint samband við mig ef þær væru eitthvað ósáttar, ég myndi ekki taka við svona í gegnum annan aðila," segir Þórir í samtali við Fótbolta.net.
Edda Garðarsdóttir, landsliðskona sem ekki var valin í lokahópinn fyrir EM, sagði í viðtali við Vísi í síðustu viku að framkvæmdastjórinn hefði óskað eftir því að leikmennirnir sendu honum bréf og greindu frá óánægju sinni.
Í umfjöllun Fréttablaðsins sem birtist á laugardaginn, þar sem leikmennirnir fjórir sem skrifuðu bréfið voru nafngreindir, neitaði formaður KSÍ, fyrir hönd framkvæmdastjórann sem var í fríi, að óskað hefði verið eftir nokkru skriflega. Þórir staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.
„Ég hef ekki verið í neinu sambandi við þessar stúlkur sem skrifuðu bréfið fyrir utan stutt sms-samskipti við eina þeirra. Hún sendi mér sms og ég svaraði „Ræðum saman á mánudaginn". Áður en ég náði að ræða við hana þá var þetta bréf komið til Sigga Ragga," segir Þórir.

„Ég tók strax upp símann og sagðist ekki vilja hafa neitt eftir mér en sagði að því færi fjarri að í bréfinu væri einhver hótun heldur vangaveltur um framtíð liðsins," segir Þórir.
Íþróttafréttamenn Rúv hafa bréfið undir höndum en hafa ekki enn birt það. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður Rúv, tjáði sig um málið á Twitter í gær.

„Það hefur aldrei komið neitt frá KSÍ um að í þessu bréfi væri einhver hótun. Ég hefði persónulega komið þessum vangaveltum á framfæri á annan hátt en í þessu fólst engin hótun. Siggi Raggi hefur sjálfur sagt að þetta bréf hafi ekki haft nein áhrif á það hvort hann héldi áfram eða ekki.“

Þórir kom af fjöllum og sagðist ekkert skilja í ummælum Þóru.
„Öll þessi umræða sem hefur verið í gangi hefur ekkert komið í gegnum okkur. Ég get ekkert stjórnað því hvað blaðamenn skrifa, við höfum ekkert um það að segja. Ég veit ekkert hvernig menn höfðu vitneskju um þetta bréf eða hvernig einhverjir fjölmiðlamenn fengu það í sínar hendur.“