Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 18:40 Edda Garðarsdóttir Mynd/Stefán Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“ Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“
Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira