Lífstíðarfangelsi fyrir að valda dauða sonar síns Þorgils Jónsson skrifar 2. ágúst 2013 12:50 Magdalena Luczak og Mariusz Krezolek beittu Daniel Pelka ólýsanlegu ofbeldi sem leiddi til dauða hans í fyrra. Móðir og stjúpfaðir Daniels Pelka, fjögurra ára bresks drengs sem lést af völdum höfuðhöggs á síðasta ári eftir langvarandi ofbeldi, voru í dag dæmd til lífstíðarfangelsisvistar. Þau eiga rétt á reynslulausn eftir 30 ár hið minnsta. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, enda eru lýsingarnar á meðferðinni sem Daniel mátti sæta af höndum móður sinnar, Magdalenu Luczak, og stjúpföður sínum, Mariusz Krezolek, sláandi svo ekki sé meira sagt.Daniel Pelka var fjögurra ára þegar hann lést af völdum höfuðáverka, einn og yfirgefinn í óupplýstu herbergi. Lögregla og félagsmálayfirvöld þykja hafa brugðist skyldum sínum með aðgerðarleysi og leyfa þannig ofbeldinu að halda áfram um langt skeið.Drengurinn var sveltur kerfisbundið, laminn, kaffærður í baðkari, neyddur til að borða salt, neitað um að fara á salerni og oft lokaður aleinn inni í myrkvuðu herbergi, en við slíkar aðstæður lést hann einmitt í mars á síðasta ári. Þá var hann álíka þungur og átján mánaða gamalt barn og um það bil 30 áverkar eftir ofbeldi var að finna á líkama hans. Þau neituðu bæði sök og bentu á hvort annað Í fréttum í bresku miðlunum kemur meðal annars fram að systkini hans hafi ástundað það að stinga mat undan til að færa bróður sínum. Dómarinn í málinu sagði sakborningana ekki hafa sér neitt til málsbóta. Ofbeldið hafi verið úthugsað yfir langan tíma og harðræðið og grimmdin sem þau hafi beitt hafi verið óskiljanlegt. Málið gæti enn dregið dilk á eftir sér þar sem nú stendur yfir úttekt á viðbrögðum lögreglu, félagsyfirvalda og skóla í heimaborg hans, Coventry. Kerfið þykir hafa brugðist Daniel með því að bregðast ekki við fjölmörgum vísbendingum um hvað hann mætti þola, en Luczak og Krezolek náðu yfirleitt að ljúga sig út úr aðfinnslum með vef lyga. Meðal annars sögðu þau að ástæða þess að hann væri svo horaður og reyndi að leita sér matar í ruslakörfum í skólanum væri sjaldgæf átröskun og ekki mætti gefa honum að borða undir nokkrum kringumstæðum. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Móðir og stjúpfaðir Daniels Pelka, fjögurra ára bresks drengs sem lést af völdum höfuðhöggs á síðasta ári eftir langvarandi ofbeldi, voru í dag dæmd til lífstíðarfangelsisvistar. Þau eiga rétt á reynslulausn eftir 30 ár hið minnsta. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, enda eru lýsingarnar á meðferðinni sem Daniel mátti sæta af höndum móður sinnar, Magdalenu Luczak, og stjúpföður sínum, Mariusz Krezolek, sláandi svo ekki sé meira sagt.Daniel Pelka var fjögurra ára þegar hann lést af völdum höfuðáverka, einn og yfirgefinn í óupplýstu herbergi. Lögregla og félagsmálayfirvöld þykja hafa brugðist skyldum sínum með aðgerðarleysi og leyfa þannig ofbeldinu að halda áfram um langt skeið.Drengurinn var sveltur kerfisbundið, laminn, kaffærður í baðkari, neyddur til að borða salt, neitað um að fara á salerni og oft lokaður aleinn inni í myrkvuðu herbergi, en við slíkar aðstæður lést hann einmitt í mars á síðasta ári. Þá var hann álíka þungur og átján mánaða gamalt barn og um það bil 30 áverkar eftir ofbeldi var að finna á líkama hans. Þau neituðu bæði sök og bentu á hvort annað Í fréttum í bresku miðlunum kemur meðal annars fram að systkini hans hafi ástundað það að stinga mat undan til að færa bróður sínum. Dómarinn í málinu sagði sakborningana ekki hafa sér neitt til málsbóta. Ofbeldið hafi verið úthugsað yfir langan tíma og harðræðið og grimmdin sem þau hafi beitt hafi verið óskiljanlegt. Málið gæti enn dregið dilk á eftir sér þar sem nú stendur yfir úttekt á viðbrögðum lögreglu, félagsyfirvalda og skóla í heimaborg hans, Coventry. Kerfið þykir hafa brugðist Daniel með því að bregðast ekki við fjölmörgum vísbendingum um hvað hann mætti þola, en Luczak og Krezolek náðu yfirleitt að ljúga sig út úr aðfinnslum með vef lyga. Meðal annars sögðu þau að ástæða þess að hann væri svo horaður og reyndi að leita sér matar í ruslakörfum í skólanum væri sjaldgæf átröskun og ekki mætti gefa honum að borða undir nokkrum kringumstæðum.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira