Lífstíðarfangelsi fyrir að valda dauða sonar síns Þorgils Jónsson skrifar 2. ágúst 2013 12:50 Magdalena Luczak og Mariusz Krezolek beittu Daniel Pelka ólýsanlegu ofbeldi sem leiddi til dauða hans í fyrra. Móðir og stjúpfaðir Daniels Pelka, fjögurra ára bresks drengs sem lést af völdum höfuðhöggs á síðasta ári eftir langvarandi ofbeldi, voru í dag dæmd til lífstíðarfangelsisvistar. Þau eiga rétt á reynslulausn eftir 30 ár hið minnsta. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, enda eru lýsingarnar á meðferðinni sem Daniel mátti sæta af höndum móður sinnar, Magdalenu Luczak, og stjúpföður sínum, Mariusz Krezolek, sláandi svo ekki sé meira sagt.Daniel Pelka var fjögurra ára þegar hann lést af völdum höfuðáverka, einn og yfirgefinn í óupplýstu herbergi. Lögregla og félagsmálayfirvöld þykja hafa brugðist skyldum sínum með aðgerðarleysi og leyfa þannig ofbeldinu að halda áfram um langt skeið.Drengurinn var sveltur kerfisbundið, laminn, kaffærður í baðkari, neyddur til að borða salt, neitað um að fara á salerni og oft lokaður aleinn inni í myrkvuðu herbergi, en við slíkar aðstæður lést hann einmitt í mars á síðasta ári. Þá var hann álíka þungur og átján mánaða gamalt barn og um það bil 30 áverkar eftir ofbeldi var að finna á líkama hans. Þau neituðu bæði sök og bentu á hvort annað Í fréttum í bresku miðlunum kemur meðal annars fram að systkini hans hafi ástundað það að stinga mat undan til að færa bróður sínum. Dómarinn í málinu sagði sakborningana ekki hafa sér neitt til málsbóta. Ofbeldið hafi verið úthugsað yfir langan tíma og harðræðið og grimmdin sem þau hafi beitt hafi verið óskiljanlegt. Málið gæti enn dregið dilk á eftir sér þar sem nú stendur yfir úttekt á viðbrögðum lögreglu, félagsyfirvalda og skóla í heimaborg hans, Coventry. Kerfið þykir hafa brugðist Daniel með því að bregðast ekki við fjölmörgum vísbendingum um hvað hann mætti þola, en Luczak og Krezolek náðu yfirleitt að ljúga sig út úr aðfinnslum með vef lyga. Meðal annars sögðu þau að ástæða þess að hann væri svo horaður og reyndi að leita sér matar í ruslakörfum í skólanum væri sjaldgæf átröskun og ekki mætti gefa honum að borða undir nokkrum kringumstæðum. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Móðir og stjúpfaðir Daniels Pelka, fjögurra ára bresks drengs sem lést af völdum höfuðhöggs á síðasta ári eftir langvarandi ofbeldi, voru í dag dæmd til lífstíðarfangelsisvistar. Þau eiga rétt á reynslulausn eftir 30 ár hið minnsta. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, enda eru lýsingarnar á meðferðinni sem Daniel mátti sæta af höndum móður sinnar, Magdalenu Luczak, og stjúpföður sínum, Mariusz Krezolek, sláandi svo ekki sé meira sagt.Daniel Pelka var fjögurra ára þegar hann lést af völdum höfuðáverka, einn og yfirgefinn í óupplýstu herbergi. Lögregla og félagsmálayfirvöld þykja hafa brugðist skyldum sínum með aðgerðarleysi og leyfa þannig ofbeldinu að halda áfram um langt skeið.Drengurinn var sveltur kerfisbundið, laminn, kaffærður í baðkari, neyddur til að borða salt, neitað um að fara á salerni og oft lokaður aleinn inni í myrkvuðu herbergi, en við slíkar aðstæður lést hann einmitt í mars á síðasta ári. Þá var hann álíka þungur og átján mánaða gamalt barn og um það bil 30 áverkar eftir ofbeldi var að finna á líkama hans. Þau neituðu bæði sök og bentu á hvort annað Í fréttum í bresku miðlunum kemur meðal annars fram að systkini hans hafi ástundað það að stinga mat undan til að færa bróður sínum. Dómarinn í málinu sagði sakborningana ekki hafa sér neitt til málsbóta. Ofbeldið hafi verið úthugsað yfir langan tíma og harðræðið og grimmdin sem þau hafi beitt hafi verið óskiljanlegt. Málið gæti enn dregið dilk á eftir sér þar sem nú stendur yfir úttekt á viðbrögðum lögreglu, félagsyfirvalda og skóla í heimaborg hans, Coventry. Kerfið þykir hafa brugðist Daniel með því að bregðast ekki við fjölmörgum vísbendingum um hvað hann mætti þola, en Luczak og Krezolek náðu yfirleitt að ljúga sig út úr aðfinnslum með vef lyga. Meðal annars sögðu þau að ástæða þess að hann væri svo horaður og reyndi að leita sér matar í ruslakörfum í skólanum væri sjaldgæf átröskun og ekki mætti gefa honum að borða undir nokkrum kringumstæðum.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira