Talibönum tókst ekki að þagga niður í okkur Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2013 15:11 Malala Júsafsaí ávarpar Sameinuðu þjóðirnar. Nordicphotos/AFP „Þann 9. október árið 2012 skutu talibanar mig í ennið vinstra megin,” sagði pakistanska stúlkan Malala Júsafsaí þegar hún ávarpaði æskulýðsþing Sameinuðu þjóðanna í dag. „Þeir skutu vini mína líka. Þeir héldu að byssukúlan myndi þagga niður í okkur. En þeim tókst það ekki.” Hún á afmæli í dag. Er sextán ára. Og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að framvegis verði afmælisdagurinn hennar, 12. júlí ár hvert, nefndur Malöludagur í höfuðið á henni. „Malöludagurinn er ekki minn dagur. Í dag er dagur allra kvenna, allra drengja og allra stúlkna sem hafa krafist réttar síns,” sagði hún í ávarpi sínu. „Þúsundir manna hafa verið myrtir af hryðjuverkamönnum og milljónir særðar. Ég er aðeins ein þeirra. Svo hér stend ég, ein stúlka af mörgum. Ég tala ekki fyrir sjálfa mig heldur til þess að heyra megi rödd þeirra, sem ekki geta talað.”Nýkomin á sjúkrahúsið í Birmingham í október á síðasta ári.Nordicphotos/AFPMalala var á leið heim úr skólanum í þorpi sínu í Swat-dalnum í Pakistan í október síðastliðnum þegar maður réðst inn í skólabílinn og skaut á hana og vinkonu hennar. Hún var nokkru síðar flutt á sjúkrahús í Bretlandi, þar sem hún býr enn ásamt fjölskyldu sinni og hefur náð heilsu. Hún hafði vakið athygli heimsins á unga aldri fyrir dagbók sína á netinu og ötula baráttu gegn hryðjuverkamönnum talibanahreyfingarinnar, sem gert höfðu líf hennar og nágranna hennar óbærilegt. Hún er enn sem fyrr staðráðin í að láta ekki þagga niður í sér: „Hryðjuverkamennirnir héldu að þeir myndu breyta markmiðum mínum og stöðva metnað minn. En ekkert breyttist í lífi mínu nema þetta: Veikleikinn, óttinn og bjargarleysið dó. Styrkur, hugrekki og kraftur fæddust.” Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
„Þann 9. október árið 2012 skutu talibanar mig í ennið vinstra megin,” sagði pakistanska stúlkan Malala Júsafsaí þegar hún ávarpaði æskulýðsþing Sameinuðu þjóðanna í dag. „Þeir skutu vini mína líka. Þeir héldu að byssukúlan myndi þagga niður í okkur. En þeim tókst það ekki.” Hún á afmæli í dag. Er sextán ára. Og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að framvegis verði afmælisdagurinn hennar, 12. júlí ár hvert, nefndur Malöludagur í höfuðið á henni. „Malöludagurinn er ekki minn dagur. Í dag er dagur allra kvenna, allra drengja og allra stúlkna sem hafa krafist réttar síns,” sagði hún í ávarpi sínu. „Þúsundir manna hafa verið myrtir af hryðjuverkamönnum og milljónir særðar. Ég er aðeins ein þeirra. Svo hér stend ég, ein stúlka af mörgum. Ég tala ekki fyrir sjálfa mig heldur til þess að heyra megi rödd þeirra, sem ekki geta talað.”Nýkomin á sjúkrahúsið í Birmingham í október á síðasta ári.Nordicphotos/AFPMalala var á leið heim úr skólanum í þorpi sínu í Swat-dalnum í Pakistan í október síðastliðnum þegar maður réðst inn í skólabílinn og skaut á hana og vinkonu hennar. Hún var nokkru síðar flutt á sjúkrahús í Bretlandi, þar sem hún býr enn ásamt fjölskyldu sinni og hefur náð heilsu. Hún hafði vakið athygli heimsins á unga aldri fyrir dagbók sína á netinu og ötula baráttu gegn hryðjuverkamönnum talibanahreyfingarinnar, sem gert höfðu líf hennar og nágranna hennar óbærilegt. Hún er enn sem fyrr staðráðin í að láta ekki þagga niður í sér: „Hryðjuverkamennirnir héldu að þeir myndu breyta markmiðum mínum og stöðva metnað minn. En ekkert breyttist í lífi mínu nema þetta: Veikleikinn, óttinn og bjargarleysið dó. Styrkur, hugrekki og kraftur fæddust.”
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira