María Birta vann Einkamálsmálið Kristján Hjálmarsson skrifar 15. júlí 2013 12:23 María Birta sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei upplifað aðra eins árás og auglýsinguna á einkamal.is. Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00
Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28