Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 2-3 | Ótrúleg endurkoma Stjörnumanna Stefán Hirst Friðriksson skrifar 7. júlí 2013 18:30 Mynd / ERNIR Stjörnumenn eru komnir áfram í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir ótrúlegan sigur á heimamönnum í Fylki í kvöld. Gestirnir úr Garðabænum voru manni færri og tveimur mörkum undir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þem tókst að jafna leikinn og vinna í framlengingu. Fylkismenn komust svo yfir á 39. mínútu leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn gestanna. Hann lét sér ekki segjast, tók boltann á lofti og hamraði honum í fjærhornið. Frábærlega klárað. Fylkismenn því með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Stjörnumenn ekki með. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og voru töluvert betri. Það var svo á 60. mínútu sem Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar felldi Odd Inga Guðmundsson innan vítateigs. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins hikaði ekki og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu ásamt því að gefa Ingvari rautt spjald. Viðar Örn fór á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Títtnefndur Viðar Örn kom Fylkis-mönnum í 2-0 þegar hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu. Fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum í gegnum klof varnarmanns og í bláhornið. Nú héldu flestir á vellinum að leikurinn væri búinn en annað átti eftir að koma á daginn. Garðar Jóhannsson hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 84. mínútu. Það var svo Tryggvi Sveinn Bjarnason sem náði að jafna leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma með því að skalla knettinum í bláhornið. Ótrúlegt. Þetta átti eftir að verða enn dramatískara því að Tryggvi Sveinn tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar með öðru skallamarki. Ein ótrúlegasta endurkoma sem maður man eftir og afrek út af fyrir sig hjá gestunum. Tókst að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í honum fyrstu 85. mínúturnar. Heimamenn verða örugglega næstu mánuðina að velta því fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður, algjörlega óskiljanlegur klaufaskapur af þeirra hálfu.Logi: Drengirnir eiga mikið hrós skilið„Þetta var virkilega sterkt hjá okkur. Að ná að koma til baka eftir mjög slakan fyrir hálfleik. Við vöknuðum upp við vondan draum í stöðunni 2-0 og manni færri. Drengirnir mínir eiga mikið hrós skilið fyrir endurkomuna hér í kvöld. Við vorum slakir í þessum leik en strákarnir misstu aldrei trúnna á því að við gætum jafnað og unnið þennan leik.," sagði Logi. Logi setti Tryggva Svein Bjarnason í framlínuna í síðari hálfleiknum, sem þakkaði honum traustið og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnumenn. „Við höfum nýtt Tryggva með þessum hætti í sumar. Við höfum nýtt hann á þennan máta í sumar þar sem hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki inn á vellinum," bætti Logi við. Aðspurður um hvort að Stjörnumenn ætluðu sér ekki alla leið í bikarnum í sumar sagði Logi. „Nú þurfum við að fara varlega, við eigum undanúrslitin eftir og þurfum við að koma okkur í gegnum það áður en við hugsum eitthvað lengra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Ásmundur: Maður er orðlaus„Við komum flott inn í þennan leik, erum miklu betri aðilinn í áttatíu mínútur, komnir með tveggja marka forystu, manni fleiri en svo hrynur þetta allt. Þetta er með ólíkindum og maður er bara orðlaus," sagði Ásmundur. „Þetta er andlegi þátturinn sem við erum að eiga við. Sjálfstraustið er er lítið og menn fara bara á taugum. Við náum ekkert að senda á milli okkar eftir að þeir skora og menn fara bara hreinlega á taugum. Þetta er algjör aumingjaskapur af okkar hálfu að klára þennan leik ekki," bætti Ásmundur við. „Þessi leikur var mikið högg á okkur andlega. Maður þarf að reyna að taka það jákvæða og það var margt svoleiðis í þessum leik. Við þurfum bara að halda áfram," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Stjörnumenn eru komnir áfram í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir ótrúlegan sigur á heimamönnum í Fylki í kvöld. Gestirnir úr Garðabænum voru manni færri og tveimur mörkum undir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þem tókst að jafna leikinn og vinna í framlengingu. Fylkismenn komust svo yfir á 39. mínútu leiksins þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn gestanna. Hann lét sér ekki segjast, tók boltann á lofti og hamraði honum í fjærhornið. Frábærlega klárað. Fylkismenn því með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hálfleik sem var algjörlega eign þeirra. Stjörnumenn ekki með. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri og voru töluvert betri. Það var svo á 60. mínútu sem Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar felldi Odd Inga Guðmundsson innan vítateigs. Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins hikaði ekki og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu ásamt því að gefa Ingvari rautt spjald. Viðar Örn fór á punktinn en skaut boltanum í stöngina. Títtnefndur Viðar Örn kom Fylkis-mönnum í 2-0 þegar hann skoraði glæsilegt mark á 73. mínútu. Fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum í gegnum klof varnarmanns og í bláhornið. Nú héldu flestir á vellinum að leikurinn væri búinn en annað átti eftir að koma á daginn. Garðar Jóhannsson hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn fyrir Stjörnumenn á 84. mínútu. Það var svo Tryggvi Sveinn Bjarnason sem náði að jafna leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma með því að skalla knettinum í bláhornið. Ótrúlegt. Þetta átti eftir að verða enn dramatískara því að Tryggvi Sveinn tryggði sínum mönnum sigurinn á lokamínútu fyrri hálfleiks framlengingar með öðru skallamarki. Ein ótrúlegasta endurkoma sem maður man eftir og afrek út af fyrir sig hjá gestunum. Tókst að vinna leikinn þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í honum fyrstu 85. mínúturnar. Heimamenn verða örugglega næstu mánuðina að velta því fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður, algjörlega óskiljanlegur klaufaskapur af þeirra hálfu.Logi: Drengirnir eiga mikið hrós skilið„Þetta var virkilega sterkt hjá okkur. Að ná að koma til baka eftir mjög slakan fyrir hálfleik. Við vöknuðum upp við vondan draum í stöðunni 2-0 og manni færri. Drengirnir mínir eiga mikið hrós skilið fyrir endurkomuna hér í kvöld. Við vorum slakir í þessum leik en strákarnir misstu aldrei trúnna á því að við gætum jafnað og unnið þennan leik.," sagði Logi. Logi setti Tryggva Svein Bjarnason í framlínuna í síðari hálfleiknum, sem þakkaði honum traustið og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnumenn. „Við höfum nýtt Tryggva með þessum hætti í sumar. Við höfum nýtt hann á þennan máta í sumar þar sem hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki inn á vellinum," bætti Logi við. Aðspurður um hvort að Stjörnumenn ætluðu sér ekki alla leið í bikarnum í sumar sagði Logi. „Nú þurfum við að fara varlega, við eigum undanúrslitin eftir og þurfum við að koma okkur í gegnum það áður en við hugsum eitthvað lengra," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.Ásmundur: Maður er orðlaus„Við komum flott inn í þennan leik, erum miklu betri aðilinn í áttatíu mínútur, komnir með tveggja marka forystu, manni fleiri en svo hrynur þetta allt. Þetta er með ólíkindum og maður er bara orðlaus," sagði Ásmundur. „Þetta er andlegi þátturinn sem við erum að eiga við. Sjálfstraustið er er lítið og menn fara bara á taugum. Við náum ekkert að senda á milli okkar eftir að þeir skora og menn fara bara hreinlega á taugum. Þetta er algjör aumingjaskapur af okkar hálfu að klára þennan leik ekki," bætti Ásmundur við. „Þessi leikur var mikið högg á okkur andlega. Maður þarf að reyna að taka það jákvæða og það var margt svoleiðis í þessum leik. Við þurfum bara að halda áfram," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn