Erlent

51 látnir hið minnsta í Egyptalandi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Að minnsta kosti 51 létust í Egyptalandi í dag eftir að herinn hóf skothríð á stuðningsmenn Mohamed Mursi. Mótmælendurnir sögðu

að herinn hefði byrjað að skjóta á fólk þar sem það lá á bæn fyrir utan bygginguna þar sem talið er að Mursi sé í stofufangelsi.

Talsmaður egypska hersins, Ahmed Ali, sagði hinsvegar að herinn hefði ráðist á vopnaðar sveitir í norðausturhluta borgarinnar. „Herinn tekur á vandamálum á mjög vandaðan hátt, en það eru að sjálfsögðu takmörk á þolinmæðinni," sagði hann á blaðamannafundi. Hann sagðist hafa undir höndum sönnunargögn að herinn hefði ekki ráðist á fólk við bænir.

Utan hinna látnu er talið að 435 séu særðir.

Bræðralag Múslima hefur hvatt til þess að fólk rísi upp gegn hernum, en þeir hafa sakað herinn um valdarán sem gerir ástandið í Egyptalandi enn viðkvæmara.

Útlit er fyrir að átökin í Egyptalandi muni harðna því ýmis íslömsk samtök hafa dregið til baka stuðning sinn við herinn, sem situr nú við stjórnvölinn í landinu.

Í myndbandi sem var tekið í dag og hlaðið upp á Youtube sést þar sem vopnaður maður íklæddur hermannabúning skýtur á hóp mótmælenda af þaki. Þá sést þar sem fólk hleypur með blóðuga og særða menn, að því er virðist eftir að hafa verið skotnir.

Nánar er sagt frá málinu á vef Reuters.

Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×