Bin Laden gekk um með kúrekahatt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júlí 2013 13:00 Osama bin Laden. Nordicphotos/AFP Pakistönsk stjórnvöld, einkum leyniþjónusta hersins, fá harða útreið í 336 blaðsíðna skýrslu um leitina að Osama bin Laden og drápið á honum í Abottabad vorið 2011. Þá eru Bandaríkin sökuð um að hafa í reynd hafið hernað gegn Pakistan með árásinni á Abottabad, þegar bin Laden var drepinn. Árásin sýni gegndarlausn hroka og algera lítilsvirðingu Bandaríkjanna gagnvart fullveldisrétti Pakistans. Jafnframt eru pakistönsk stjórnvöld sökuð um að hafa brugðist algerlega í leitinni að bin Laden sem hafi getað falið sig í landinu í heil níu ár. Skýrslan átti að vera leynileg en hefur nú verið birt á vefsíðu arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjögurra manna rannsóknarnefnd var falið að rannsaka bæði árásina á Abottabad og hvernig á því stóð að leiðtogi Al Kaída samtakanna hafi getað falið sig í landinu í níu ár, án þess að finnast. Í skýrslunni koma fram margvíslegar upplýsingar um daglegt líf bin Ladens í Abottabad, þar sem hann leyndist síðustu árin. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi iðulega gengið um með kúrekahatt þegar hann brá sér út í garð. Það hafi verið til þess að hann þekktist síður á ljósmyndum úr gervihnöttum. Þá kemur fram að hann hafi einu sinni verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur, en var skegglaus í það skiptið og þekktist ekki. Rannsóknarnefndin hafði víðtækar heimildir og ræddi meðal annars við eiginkonur bin Ladens. Nefndin segir augljóst að stjórnvöld hafi brugðist við leitina á þessum eftirsóttasta glæpamanni heims. Annað hvort hafi þau verið vanhæf, eða einhverjir innan leyniþjónustu og hers hafi haldið hlífiskyldi yfir honum. Það voru bandarískir sérsveitarmenn sem svo réðust inn á heimili bin Ladens í Abottabad aðfararnótt 2. maí árið 2011 og drápu hann. Pakistönskum stjórnvöldum var ekki tilkynnt um það fyrirfram. Í skýrslunni kemur fram að pakistanski flugherinn hafi fyrst frétt af árásinni í sjónvarpsfréttum. Í skýrslunni er haft eftir Ahmed Shúja Pasha, sem var yfirmaður leyniþjónstu hersins, ISI, að Pakistan hafi verið orðið veikburða ríki og háð Bandaríkjunum: „Við vorum mjög veikburða ríki og líka hrætt ríki," sagði Pasha við nefndina. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Pakistönsk stjórnvöld, einkum leyniþjónusta hersins, fá harða útreið í 336 blaðsíðna skýrslu um leitina að Osama bin Laden og drápið á honum í Abottabad vorið 2011. Þá eru Bandaríkin sökuð um að hafa í reynd hafið hernað gegn Pakistan með árásinni á Abottabad, þegar bin Laden var drepinn. Árásin sýni gegndarlausn hroka og algera lítilsvirðingu Bandaríkjanna gagnvart fullveldisrétti Pakistans. Jafnframt eru pakistönsk stjórnvöld sökuð um að hafa brugðist algerlega í leitinni að bin Laden sem hafi getað falið sig í landinu í heil níu ár. Skýrslan átti að vera leynileg en hefur nú verið birt á vefsíðu arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjögurra manna rannsóknarnefnd var falið að rannsaka bæði árásina á Abottabad og hvernig á því stóð að leiðtogi Al Kaída samtakanna hafi getað falið sig í landinu í níu ár, án þess að finnast. Í skýrslunni koma fram margvíslegar upplýsingar um daglegt líf bin Ladens í Abottabad, þar sem hann leyndist síðustu árin. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi iðulega gengið um með kúrekahatt þegar hann brá sér út í garð. Það hafi verið til þess að hann þekktist síður á ljósmyndum úr gervihnöttum. Þá kemur fram að hann hafi einu sinni verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur, en var skegglaus í það skiptið og þekktist ekki. Rannsóknarnefndin hafði víðtækar heimildir og ræddi meðal annars við eiginkonur bin Ladens. Nefndin segir augljóst að stjórnvöld hafi brugðist við leitina á þessum eftirsóttasta glæpamanni heims. Annað hvort hafi þau verið vanhæf, eða einhverjir innan leyniþjónustu og hers hafi haldið hlífiskyldi yfir honum. Það voru bandarískir sérsveitarmenn sem svo réðust inn á heimili bin Ladens í Abottabad aðfararnótt 2. maí árið 2011 og drápu hann. Pakistönskum stjórnvöldum var ekki tilkynnt um það fyrirfram. Í skýrslunni kemur fram að pakistanski flugherinn hafi fyrst frétt af árásinni í sjónvarpsfréttum. Í skýrslunni er haft eftir Ahmed Shúja Pasha, sem var yfirmaður leyniþjónstu hersins, ISI, að Pakistan hafi verið orðið veikburða ríki og háð Bandaríkjunum: „Við vorum mjög veikburða ríki og líka hrætt ríki," sagði Pasha við nefndina.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira