Bin Laden gekk um með kúrekahatt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júlí 2013 13:00 Osama bin Laden. Nordicphotos/AFP Pakistönsk stjórnvöld, einkum leyniþjónusta hersins, fá harða útreið í 336 blaðsíðna skýrslu um leitina að Osama bin Laden og drápið á honum í Abottabad vorið 2011. Þá eru Bandaríkin sökuð um að hafa í reynd hafið hernað gegn Pakistan með árásinni á Abottabad, þegar bin Laden var drepinn. Árásin sýni gegndarlausn hroka og algera lítilsvirðingu Bandaríkjanna gagnvart fullveldisrétti Pakistans. Jafnframt eru pakistönsk stjórnvöld sökuð um að hafa brugðist algerlega í leitinni að bin Laden sem hafi getað falið sig í landinu í heil níu ár. Skýrslan átti að vera leynileg en hefur nú verið birt á vefsíðu arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjögurra manna rannsóknarnefnd var falið að rannsaka bæði árásina á Abottabad og hvernig á því stóð að leiðtogi Al Kaída samtakanna hafi getað falið sig í landinu í níu ár, án þess að finnast. Í skýrslunni koma fram margvíslegar upplýsingar um daglegt líf bin Ladens í Abottabad, þar sem hann leyndist síðustu árin. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi iðulega gengið um með kúrekahatt þegar hann brá sér út í garð. Það hafi verið til þess að hann þekktist síður á ljósmyndum úr gervihnöttum. Þá kemur fram að hann hafi einu sinni verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur, en var skegglaus í það skiptið og þekktist ekki. Rannsóknarnefndin hafði víðtækar heimildir og ræddi meðal annars við eiginkonur bin Ladens. Nefndin segir augljóst að stjórnvöld hafi brugðist við leitina á þessum eftirsóttasta glæpamanni heims. Annað hvort hafi þau verið vanhæf, eða einhverjir innan leyniþjónustu og hers hafi haldið hlífiskyldi yfir honum. Það voru bandarískir sérsveitarmenn sem svo réðust inn á heimili bin Ladens í Abottabad aðfararnótt 2. maí árið 2011 og drápu hann. Pakistönskum stjórnvöldum var ekki tilkynnt um það fyrirfram. Í skýrslunni kemur fram að pakistanski flugherinn hafi fyrst frétt af árásinni í sjónvarpsfréttum. Í skýrslunni er haft eftir Ahmed Shúja Pasha, sem var yfirmaður leyniþjónstu hersins, ISI, að Pakistan hafi verið orðið veikburða ríki og háð Bandaríkjunum: „Við vorum mjög veikburða ríki og líka hrætt ríki," sagði Pasha við nefndina. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Pakistönsk stjórnvöld, einkum leyniþjónusta hersins, fá harða útreið í 336 blaðsíðna skýrslu um leitina að Osama bin Laden og drápið á honum í Abottabad vorið 2011. Þá eru Bandaríkin sökuð um að hafa í reynd hafið hernað gegn Pakistan með árásinni á Abottabad, þegar bin Laden var drepinn. Árásin sýni gegndarlausn hroka og algera lítilsvirðingu Bandaríkjanna gagnvart fullveldisrétti Pakistans. Jafnframt eru pakistönsk stjórnvöld sökuð um að hafa brugðist algerlega í leitinni að bin Laden sem hafi getað falið sig í landinu í heil níu ár. Skýrslan átti að vera leynileg en hefur nú verið birt á vefsíðu arabísku fréttastöðvarinnar Al Jazeera. Fjögurra manna rannsóknarnefnd var falið að rannsaka bæði árásina á Abottabad og hvernig á því stóð að leiðtogi Al Kaída samtakanna hafi getað falið sig í landinu í níu ár, án þess að finnast. Í skýrslunni koma fram margvíslegar upplýsingar um daglegt líf bin Ladens í Abottabad, þar sem hann leyndist síðustu árin. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi iðulega gengið um með kúrekahatt þegar hann brá sér út í garð. Það hafi verið til þess að hann þekktist síður á ljósmyndum úr gervihnöttum. Þá kemur fram að hann hafi einu sinni verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur, en var skegglaus í það skiptið og þekktist ekki. Rannsóknarnefndin hafði víðtækar heimildir og ræddi meðal annars við eiginkonur bin Ladens. Nefndin segir augljóst að stjórnvöld hafi brugðist við leitina á þessum eftirsóttasta glæpamanni heims. Annað hvort hafi þau verið vanhæf, eða einhverjir innan leyniþjónustu og hers hafi haldið hlífiskyldi yfir honum. Það voru bandarískir sérsveitarmenn sem svo réðust inn á heimili bin Ladens í Abottabad aðfararnótt 2. maí árið 2011 og drápu hann. Pakistönskum stjórnvöldum var ekki tilkynnt um það fyrirfram. Í skýrslunni kemur fram að pakistanski flugherinn hafi fyrst frétt af árásinni í sjónvarpsfréttum. Í skýrslunni er haft eftir Ahmed Shúja Pasha, sem var yfirmaður leyniþjónstu hersins, ISI, að Pakistan hafi verið orðið veikburða ríki og háð Bandaríkjunum: „Við vorum mjög veikburða ríki og líka hrætt ríki," sagði Pasha við nefndina.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira