"Egyptar eru enn að læra á lýðræðið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2013 14:24 Frá Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í dag. MYND/AP Boðað hefur verið til fjöldamótmæla á Frelsistorginu í Kaíró í dag, þegar eitt ár er liðið frá embættistöku Mohamed Morsi. Formaður félags Múslima á Íslandi segir að andófsöfl í landinu hafa staðið í vegi fyrir umbótum og að Egyptar séu enn að læra á hið lýðræðislega ferli. Fyrstu mótmælendurnir komu sér fyrir á Frelsistorginu í gær og sváfu þar í tjöldum í nótt. Sem stendur eru nokkur þúsund manns á torginu en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur fólk streymt að svæðinu í dag. Frelsistorgið var miðpunktur uppreisnarinnar gegn einræðisherranum fyrrverandi Hosni Mubarak árið 2011. Þegar mest lét voru 300 þúsund manns samankomnir á Frelsistorginu. Í aðdraganda forsetakosninganna lofaði Morsi, í umboði Bræðralags Múslíma, umfangsmiklum lýðræðisumbótum og efnahagslegri velsæld í Egyptalandi.Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.MYND/APSverrir Agnarsson er formaður Félags múslima á Íslandi og þekkir tíðarandann í Egyptalandi. Hann bendir á að andóf gegn Morsi og stjórn hafi frá kosningum verið gífurlegt. „Egyptar eru ekki vanir lýðræði. Sambærilegt dæmi er þegar það er 60 prósent meirihluti í landi en hin 40 prósentin mótmæla öllu því sem kjörinn meirihluti gerir," segir Sverrir. „Það hefur verið hlaðið peningum í stjórnarandstöðuna, hundruðir milljóna hafa borist frá Sádum og öðrum löndum í Arabaheiminum, til þess eins að gera stjórnsýsluna í Egyptalandi óvirka." Morsi hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti og hefur átt í erfiðleikum með að uppfylla þau loforð sem gefin voru. Þá hafa andstæðingar hans sakað hann um að ganga langt í einræðistilburðum. Rúmlega 22 milljónir Egypta hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að boðað verði til kosninga hið snarasta. Tæplega 85 milljónir manna búa í Egyptalandi. Sverrir telur að mótmælin í dag verði sannarlega fjölmenn, enda eru Egyptar langþreyttir á þeirri stöðnun sem einkennt hefur egypskt samfélagið undanfarin ár. Þá bendir hann á að fyrirhugaðar umbætur Morsis hafi ekki náð í gegn, enda standi öflug stjórnarandstaða í vegi hans. „Ef Egyptar ganga til kosninga, þá geri ég ráð fyrir að Morsi verði kjörinn á ný. Ég er sannfærður um það. Múslímska bræðralagið er langstærsta hreyfingin í Egyptalandi. Og þá hefur dreymt um lýðræðislegar kosningar um árabil,“ segir Sverrir. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Boðað hefur verið til fjöldamótmæla á Frelsistorginu í Kaíró í dag, þegar eitt ár er liðið frá embættistöku Mohamed Morsi. Formaður félags Múslima á Íslandi segir að andófsöfl í landinu hafa staðið í vegi fyrir umbótum og að Egyptar séu enn að læra á hið lýðræðislega ferli. Fyrstu mótmælendurnir komu sér fyrir á Frelsistorginu í gær og sváfu þar í tjöldum í nótt. Sem stendur eru nokkur þúsund manns á torginu en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur fólk streymt að svæðinu í dag. Frelsistorgið var miðpunktur uppreisnarinnar gegn einræðisherranum fyrrverandi Hosni Mubarak árið 2011. Þegar mest lét voru 300 þúsund manns samankomnir á Frelsistorginu. Í aðdraganda forsetakosninganna lofaði Morsi, í umboði Bræðralags Múslíma, umfangsmiklum lýðræðisumbótum og efnahagslegri velsæld í Egyptalandi.Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.MYND/APSverrir Agnarsson er formaður Félags múslima á Íslandi og þekkir tíðarandann í Egyptalandi. Hann bendir á að andóf gegn Morsi og stjórn hafi frá kosningum verið gífurlegt. „Egyptar eru ekki vanir lýðræði. Sambærilegt dæmi er þegar það er 60 prósent meirihluti í landi en hin 40 prósentin mótmæla öllu því sem kjörinn meirihluti gerir," segir Sverrir. „Það hefur verið hlaðið peningum í stjórnarandstöðuna, hundruðir milljóna hafa borist frá Sádum og öðrum löndum í Arabaheiminum, til þess eins að gera stjórnsýsluna í Egyptalandi óvirka." Morsi hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti og hefur átt í erfiðleikum með að uppfylla þau loforð sem gefin voru. Þá hafa andstæðingar hans sakað hann um að ganga langt í einræðistilburðum. Rúmlega 22 milljónir Egypta hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að boðað verði til kosninga hið snarasta. Tæplega 85 milljónir manna búa í Egyptalandi. Sverrir telur að mótmælin í dag verði sannarlega fjölmenn, enda eru Egyptar langþreyttir á þeirri stöðnun sem einkennt hefur egypskt samfélagið undanfarin ár. Þá bendir hann á að fyrirhugaðar umbætur Morsis hafi ekki náð í gegn, enda standi öflug stjórnarandstaða í vegi hans. „Ef Egyptar ganga til kosninga, þá geri ég ráð fyrir að Morsi verði kjörinn á ný. Ég er sannfærður um það. Múslímska bræðralagið er langstærsta hreyfingin í Egyptalandi. Og þá hefur dreymt um lýðræðislegar kosningar um árabil,“ segir Sverrir.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira