"Egyptar eru enn að læra á lýðræðið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2013 14:24 Frá Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í dag. MYND/AP Boðað hefur verið til fjöldamótmæla á Frelsistorginu í Kaíró í dag, þegar eitt ár er liðið frá embættistöku Mohamed Morsi. Formaður félags Múslima á Íslandi segir að andófsöfl í landinu hafa staðið í vegi fyrir umbótum og að Egyptar séu enn að læra á hið lýðræðislega ferli. Fyrstu mótmælendurnir komu sér fyrir á Frelsistorginu í gær og sváfu þar í tjöldum í nótt. Sem stendur eru nokkur þúsund manns á torginu en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur fólk streymt að svæðinu í dag. Frelsistorgið var miðpunktur uppreisnarinnar gegn einræðisherranum fyrrverandi Hosni Mubarak árið 2011. Þegar mest lét voru 300 þúsund manns samankomnir á Frelsistorginu. Í aðdraganda forsetakosninganna lofaði Morsi, í umboði Bræðralags Múslíma, umfangsmiklum lýðræðisumbótum og efnahagslegri velsæld í Egyptalandi.Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.MYND/APSverrir Agnarsson er formaður Félags múslima á Íslandi og þekkir tíðarandann í Egyptalandi. Hann bendir á að andóf gegn Morsi og stjórn hafi frá kosningum verið gífurlegt. „Egyptar eru ekki vanir lýðræði. Sambærilegt dæmi er þegar það er 60 prósent meirihluti í landi en hin 40 prósentin mótmæla öllu því sem kjörinn meirihluti gerir," segir Sverrir. „Það hefur verið hlaðið peningum í stjórnarandstöðuna, hundruðir milljóna hafa borist frá Sádum og öðrum löndum í Arabaheiminum, til þess eins að gera stjórnsýsluna í Egyptalandi óvirka." Morsi hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti og hefur átt í erfiðleikum með að uppfylla þau loforð sem gefin voru. Þá hafa andstæðingar hans sakað hann um að ganga langt í einræðistilburðum. Rúmlega 22 milljónir Egypta hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að boðað verði til kosninga hið snarasta. Tæplega 85 milljónir manna búa í Egyptalandi. Sverrir telur að mótmælin í dag verði sannarlega fjölmenn, enda eru Egyptar langþreyttir á þeirri stöðnun sem einkennt hefur egypskt samfélagið undanfarin ár. Þá bendir hann á að fyrirhugaðar umbætur Morsis hafi ekki náð í gegn, enda standi öflug stjórnarandstaða í vegi hans. „Ef Egyptar ganga til kosninga, þá geri ég ráð fyrir að Morsi verði kjörinn á ný. Ég er sannfærður um það. Múslímska bræðralagið er langstærsta hreyfingin í Egyptalandi. Og þá hefur dreymt um lýðræðislegar kosningar um árabil,“ segir Sverrir. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Boðað hefur verið til fjöldamótmæla á Frelsistorginu í Kaíró í dag, þegar eitt ár er liðið frá embættistöku Mohamed Morsi. Formaður félags Múslima á Íslandi segir að andófsöfl í landinu hafa staðið í vegi fyrir umbótum og að Egyptar séu enn að læra á hið lýðræðislega ferli. Fyrstu mótmælendurnir komu sér fyrir á Frelsistorginu í gær og sváfu þar í tjöldum í nótt. Sem stendur eru nokkur þúsund manns á torginu en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur fólk streymt að svæðinu í dag. Frelsistorgið var miðpunktur uppreisnarinnar gegn einræðisherranum fyrrverandi Hosni Mubarak árið 2011. Þegar mest lét voru 300 þúsund manns samankomnir á Frelsistorginu. Í aðdraganda forsetakosninganna lofaði Morsi, í umboði Bræðralags Múslíma, umfangsmiklum lýðræðisumbótum og efnahagslegri velsæld í Egyptalandi.Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.MYND/APSverrir Agnarsson er formaður Félags múslima á Íslandi og þekkir tíðarandann í Egyptalandi. Hann bendir á að andóf gegn Morsi og stjórn hafi frá kosningum verið gífurlegt. „Egyptar eru ekki vanir lýðræði. Sambærilegt dæmi er þegar það er 60 prósent meirihluti í landi en hin 40 prósentin mótmæla öllu því sem kjörinn meirihluti gerir," segir Sverrir. „Það hefur verið hlaðið peningum í stjórnarandstöðuna, hundruðir milljóna hafa borist frá Sádum og öðrum löndum í Arabaheiminum, til þess eins að gera stjórnsýsluna í Egyptalandi óvirka." Morsi hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti og hefur átt í erfiðleikum með að uppfylla þau loforð sem gefin voru. Þá hafa andstæðingar hans sakað hann um að ganga langt í einræðistilburðum. Rúmlega 22 milljónir Egypta hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að boðað verði til kosninga hið snarasta. Tæplega 85 milljónir manna búa í Egyptalandi. Sverrir telur að mótmælin í dag verði sannarlega fjölmenn, enda eru Egyptar langþreyttir á þeirri stöðnun sem einkennt hefur egypskt samfélagið undanfarin ár. Þá bendir hann á að fyrirhugaðar umbætur Morsis hafi ekki náð í gegn, enda standi öflug stjórnarandstaða í vegi hans. „Ef Egyptar ganga til kosninga, þá geri ég ráð fyrir að Morsi verði kjörinn á ný. Ég er sannfærður um það. Múslímska bræðralagið er langstærsta hreyfingin í Egyptalandi. Og þá hefur dreymt um lýðræðislegar kosningar um árabil,“ segir Sverrir.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent