"Egyptar eru enn að læra á lýðræðið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2013 14:24 Frá Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í dag. MYND/AP Boðað hefur verið til fjöldamótmæla á Frelsistorginu í Kaíró í dag, þegar eitt ár er liðið frá embættistöku Mohamed Morsi. Formaður félags Múslima á Íslandi segir að andófsöfl í landinu hafa staðið í vegi fyrir umbótum og að Egyptar séu enn að læra á hið lýðræðislega ferli. Fyrstu mótmælendurnir komu sér fyrir á Frelsistorginu í gær og sváfu þar í tjöldum í nótt. Sem stendur eru nokkur þúsund manns á torginu en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur fólk streymt að svæðinu í dag. Frelsistorgið var miðpunktur uppreisnarinnar gegn einræðisherranum fyrrverandi Hosni Mubarak árið 2011. Þegar mest lét voru 300 þúsund manns samankomnir á Frelsistorginu. Í aðdraganda forsetakosninganna lofaði Morsi, í umboði Bræðralags Múslíma, umfangsmiklum lýðræðisumbótum og efnahagslegri velsæld í Egyptalandi.Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.MYND/APSverrir Agnarsson er formaður Félags múslima á Íslandi og þekkir tíðarandann í Egyptalandi. Hann bendir á að andóf gegn Morsi og stjórn hafi frá kosningum verið gífurlegt. „Egyptar eru ekki vanir lýðræði. Sambærilegt dæmi er þegar það er 60 prósent meirihluti í landi en hin 40 prósentin mótmæla öllu því sem kjörinn meirihluti gerir," segir Sverrir. „Það hefur verið hlaðið peningum í stjórnarandstöðuna, hundruðir milljóna hafa borist frá Sádum og öðrum löndum í Arabaheiminum, til þess eins að gera stjórnsýsluna í Egyptalandi óvirka." Morsi hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti og hefur átt í erfiðleikum með að uppfylla þau loforð sem gefin voru. Þá hafa andstæðingar hans sakað hann um að ganga langt í einræðistilburðum. Rúmlega 22 milljónir Egypta hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að boðað verði til kosninga hið snarasta. Tæplega 85 milljónir manna búa í Egyptalandi. Sverrir telur að mótmælin í dag verði sannarlega fjölmenn, enda eru Egyptar langþreyttir á þeirri stöðnun sem einkennt hefur egypskt samfélagið undanfarin ár. Þá bendir hann á að fyrirhugaðar umbætur Morsis hafi ekki náð í gegn, enda standi öflug stjórnarandstaða í vegi hans. „Ef Egyptar ganga til kosninga, þá geri ég ráð fyrir að Morsi verði kjörinn á ný. Ég er sannfærður um það. Múslímska bræðralagið er langstærsta hreyfingin í Egyptalandi. Og þá hefur dreymt um lýðræðislegar kosningar um árabil,“ segir Sverrir. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Boðað hefur verið til fjöldamótmæla á Frelsistorginu í Kaíró í dag, þegar eitt ár er liðið frá embættistöku Mohamed Morsi. Formaður félags Múslima á Íslandi segir að andófsöfl í landinu hafa staðið í vegi fyrir umbótum og að Egyptar séu enn að læra á hið lýðræðislega ferli. Fyrstu mótmælendurnir komu sér fyrir á Frelsistorginu í gær og sváfu þar í tjöldum í nótt. Sem stendur eru nokkur þúsund manns á torginu en samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur fólk streymt að svæðinu í dag. Frelsistorgið var miðpunktur uppreisnarinnar gegn einræðisherranum fyrrverandi Hosni Mubarak árið 2011. Þegar mest lét voru 300 þúsund manns samankomnir á Frelsistorginu. Í aðdraganda forsetakosninganna lofaði Morsi, í umboði Bræðralags Múslíma, umfangsmiklum lýðræðisumbótum og efnahagslegri velsæld í Egyptalandi.Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.MYND/APSverrir Agnarsson er formaður Félags múslima á Íslandi og þekkir tíðarandann í Egyptalandi. Hann bendir á að andóf gegn Morsi og stjórn hafi frá kosningum verið gífurlegt. „Egyptar eru ekki vanir lýðræði. Sambærilegt dæmi er þegar það er 60 prósent meirihluti í landi en hin 40 prósentin mótmæla öllu því sem kjörinn meirihluti gerir," segir Sverrir. „Það hefur verið hlaðið peningum í stjórnarandstöðuna, hundruðir milljóna hafa borist frá Sádum og öðrum löndum í Arabaheiminum, til þess eins að gera stjórnsýsluna í Egyptalandi óvirka." Morsi hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti og hefur átt í erfiðleikum með að uppfylla þau loforð sem gefin voru. Þá hafa andstæðingar hans sakað hann um að ganga langt í einræðistilburðum. Rúmlega 22 milljónir Egypta hafa nú skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að boðað verði til kosninga hið snarasta. Tæplega 85 milljónir manna búa í Egyptalandi. Sverrir telur að mótmælin í dag verði sannarlega fjölmenn, enda eru Egyptar langþreyttir á þeirri stöðnun sem einkennt hefur egypskt samfélagið undanfarin ár. Þá bendir hann á að fyrirhugaðar umbætur Morsis hafi ekki náð í gegn, enda standi öflug stjórnarandstaða í vegi hans. „Ef Egyptar ganga til kosninga, þá geri ég ráð fyrir að Morsi verði kjörinn á ný. Ég er sannfærður um það. Múslímska bræðralagið er langstærsta hreyfingin í Egyptalandi. Og þá hefur dreymt um lýðræðislegar kosningar um árabil,“ segir Sverrir.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira