Erlent

Obama gegn gróðurhúsaáhrifum

Jakob Bjarnar skrifar
Obama í Berlín, en þar gerði hann mengun og hlýnun jarðar að umfjöllunarefni.
Obama í Berlín, en þar gerði hann mengun og hlýnun jarðar að umfjöllunarefni.
Barack Obama hyggst grípa til stórtækra aðgerða til að bregðast við mengun þeirri sem talin er valda hlýnun jarðar. Það er í takti við kosningaloforð sem hann gaf fyrir annað kjörtímabil sitt sem forseti.

"Við vitum að við verðum að gera meira og við munum gera meira," sagði Obama í ræðu sem hann flutti í Berlín í gær.

Orkumála- og loftslagsráðunautur hans, Heather Zichael, segir að áætlanir gangi út á að nýta orku betur og leggja aukna áherslu á endurnýtanlega orku. Umhverfisverndunarstofnun Bandaríkjanna ætlar að virkja völd sín til mengunarvarna og herða allar reglur um starfsemi þar sem verksmiðjur eru keyrðar á kolum. "Stofnunin einbeitir sér sérstaklega að starfsemi sem sendir frá gufur sem auka gróðurhúsaáhrif," sagði Zichael við þetta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×