Erlent

Erdogan svarar mótmælendum fullum hálsi

Enn er mótmælt í Tyrklandi.
Enn er mótmælt í Tyrklandi.

Óróinn í Tyrklandi heldur áfram og í nótt var enn mótmælt í mörgum borgum landsins, þar á meðal í Istanbul, tíundu nóttina í röð.

Mótmælendurnir gagnrýna forsætisráðherrann Recep Tayib Erdogan og krefjast afsagnar hans fyrir að draga jafnt og þétt úr lýðræði í landinu. Erdogan svaraði mótmælendum fullum hálsi í ræðu sem hann hélt á meðal stuðningsmanna sinna og skoraði á mótmælendur að gera upp málin, á lýðræðislegan hátt, það er að segja í kjörklefanum. Kosningar verða að öllu óbreyttu í Tyrklandi eftir sjö mánuði. Rúmlega fjögurþúsund manns hafa særst í átökum lögreglu og mótmælenda síðustu daga í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×