Erlent

Talibanar berjast í Kabúl

Talibanar gerðu árás á flugvöll í Kabúl.
Talibanar gerðu árás á flugvöll í Kabúl.

Afganskar öryggissveitir hafa í morgun barist við þungvopnaða hermenn Talibana sem tóku yfir byggingu nálægt flugvellinum í höfuðborginni Kabúl.

Yfirvöld segja að sjö byssumenn hafi verið felldir í bardaganum og að aðrir hafi verið yfirbugaðir. Bardaginn stóð í nokkrar klukkustundir og skutu talíbanarnir úr sprengjuvörpum á hús í nágrenninu. Öllum flugferðum var aflýst frá Kabúl og þurfti að loka nærliggjandi götum.

Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið er sérstaklega tekið til þess að afganskar öryggissveitir hafi barist við talíbanana án nokkurar aðstoðar frá alþjóðlega herliðinu sem enn er eftir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×