Erlent

Berbrjósta mótmæltu í beinni

Tveir berbrjósta aðgerðasinnar náðu að koma skilaboðum sínum á framfæri í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt í þýsku útgáfunni af Next Top Model. Konurnar tvær hlupu inn á sviðið þegar tilkynnt var um sigurvegara.

Á líkama þeirra var búið að skrifa: "Heidi Horror Picture Show" og var þar vísað í þáttastjórnandann og fyrirsætuna Heidi Klum. Konurnar eru hluti af hópnum FEMEN sem vakið hafa athygli fyrir berbrjósta mótmæli víða um heim.

Heidi Klum var brugðið eftir að konurnar komu upp á sviðið: „Sá ég í alvöru berbrjósta konur, eða var mig að dreyma?“ sagði Klum í viðtali eftir þáttinn.

Öryggisverðir vísuðu konunum út úr húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×