Erlent

Forsetinn slapp með skrekkinn

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinedjad slapp með skrekkinn í morgun þegar þyrla sem hann var í þurfti að nauðlenda í fjallahéraði í norðurhluta landsins.

Flugmanni þyrlunnar tókst með naumindum að lenda vélinni eftir að bilun kom snögglega upp í henni. Enginn slasaðist í atvikinu að því er segir á heimasíðu forsetans en með honum í för voru nokkrir háttsettir embættismenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×