Erlent

Náðu Qusair úr höndum uppreisnarmanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hersveitir Sýrlandsstjórnar hafa náð bænum Qusair úr höndum uppreisnarmanna en bærinn, sem er við landamæti Líbanons er talinn hernaðarlega mikilvægur.
Hersveitir Sýrlandsstjórnar hafa náð bænum Qusair úr höndum uppreisnarmanna en bærinn, sem er við landamæti Líbanons er talinn hernaðarlega mikilvægur.

Hersveitir Sýrlandsstjórnar hafa náð bænum Qusair úr höndum uppreisnarmanna en bærinn, sem er við landamæti Líbanons er talinn hernaðarlega mikilvægur.

Þetta kemur fram í sýrlenskum ríkismiðlum og þá hafa talsmenn uppreisnarmanna í landinu einnig viðurkennt að þeir hafi þurft að hörfa frá bænum eftir harðvítuga bardaga.

Sýrlensk stjórnvöld fullyrða að fjöldi uppreisnarmanna hafi fallið og að margir þeirra hafi gefist upp. Sýrlenski herinn hefur notið aðstoðar frá liðsmönnum Hezbollah samtakanna í Líbanon og hóta uppreisnarmenn nú að breiða átökin út til Líbanon og ráðast þar á bækistöðvar Hezbollah.

Selim Idriss, herhöfðingi í liði uppreisnarmanna sagði í samtali við fréttastofu BBC að Hezbolla liðar hefðu ráðist inn í Sýrland og að stjórnvöld í Líbanon hafi ekki gert neitt til þess að koma í veg fyrir það. Þessvegna væri uppreisnarmönnum frjálst að ráðast inn fyrir landamæri Líbanon til þess að berjast við Hezbollah.

Bærinn Quisar er í um tíu kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Líbanon og í gegnum hann fara flestir flutningar á milli landanna. Bardaginn um bæinn stóð í rúmar tvær vikur og lauk honum í nótt með sigri stjórnarhersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×