Erlent

Grafinn lifandi í Bolivíu

Jakob Bjarnar skrifar

Sautján ára ungmenni var grafið lifandi af æfum þorpsbúum í sunnanverðri Bolivíu. Hann var grunaður um nauðgun og hafði verið nefndur sem slíkur af lögreglu; að hann hafi nauðgað og myrt 35 ára gamla konu, nánar tiltekið í Colquechaca-sveitarfélaginu.

Að sögn yfirsaksóknar á staðnum greip æfur múgur, sem taldi 200 manns, Santos Ramos og gróf hann lifandi í áður opinni gröf meints fórnarlambs. Þegar lögreglan ætlaði að blanda sér í málin settu þorpsbúar upp tálmanir og öftruðu þeim aðkomu.

Heimildamaður frá útvarpi á svæðinu, sem ekki vill láta nafns síns getið af ótta við hefndaraðgerðir, segir að hinn meinti nauðgari hafi verið bundinn við jarðarför konunnar, þá settur í opna gröfina og svo var mokað yfir.  Colquechacaq er bær þar sem búa fimm þúsund manns, 333 kílómetra suðaustur af La Paz, höfuðborg Bólivíu. Fréttir herma að aftaka án dóms og laga gerist af og til, í fátækari hlutum Bolivíu, þar sem löggæsla og yfirvöld eru oft fjarri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×