Erlent

Loftsteinninn nálgast

Svo stór er loftsteinninn sem nú nálgast að fylgitungl snýst um hann.
Svo stór er loftsteinninn sem nú nálgast að fylgitungl snýst um hann.

Stjörnufræðingar eru nú farnir að geta virt fyrir sér hinn gríðarstóra lofsteinn sem stefnir í átt til jarðar, jafnstór þeim sem talið er að hafi grandað risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára. Þeir hafa nú uppgötvað sér til furðu að fylgitungl, eða bjarg, gengur sporbaug um loftsteininn og snýst um hann.

Loftsteinninn mun fara hjá Jörðu í sem nemur 5,8 milljónum kílómetra fjarlægð, sem telst lítið þegar gangur himintungla er annars vegar og verður næst jörðu í kvöld klukkan 22:59, nákvæmlega. Menn ættu að hafa augun hjá sér, en reyndar er ekki talið að sjá megi steininn með berum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×