Konur gerendur heimilisofbeldis til jafns við karla Jóhannes Stefánsson skrifar 31. maí 2013 19:46 Erlend samanburðarrannsókn bendir á að konur séu jafn líklegar og karlar til að beita ofbeldi inni á heimilum. Mynd/ GETTY Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Konur eru ekki síður gerendur heimilisofbeldis en karlar, ef marka má nýja samanburðarrannsókn sem birtist í fagtímaritinu Partner Abuse. Þetta þykir rannsakendunum stangast á við staðlaðar hugmyndir um gerendur heimilisofbeldis. Um er að ræða eina ítarlegustu samanburðarrannsókn sem gerð hefur verið á heimilisofbeldi, en rannsóknin leiðir í ljós að konur beita líkamlegu of andlegu ofbeldi til jafns við karlmenn. Þá sýnir rannsóknin að konur eru ekki síður stjórnlyndar en menn í heimilisaðstæðum. Samanburðarrannsóknin var framkvæmd af 42 fræðimönnum við 20 háskóla og tók til 1.700 rannsókna á 17 fræðisviðum. Rannsóknin tók tæp þrjú ár í framkvæmd. John Hamel, ritstjóri fagtímaritsins Partner Abuse, stýrði rannsókninni. „Rannsóknir í málaflokknum hafa orðið óþarflega pólitískar og brotakenndar seinustu ár," sagði Hamel. „Tilgangur rannsóknarinnar var að leiða saman á staðreyndabyggðan, gagnsæjan og kerfisbundinn hátt upplýsingar og þekkingu um ofbeldi í samböndum, en upplýsingarnar þurftu líka að vera áreiðanlegar, nýlegar og aðgengilegar öllum. PASK [The Partner Abuse State of Knowledge project, innsk. blm.] er byggt á þeirri grunnhugsun að allir eigi rétt á sinni skoðun, en ekki sínum eigin staðreyndum. Þessar staðreyndir eiga að vera aðgengilegar öllum og pólitíska stefnu í málaflokknum þarf að byggja á þessum staðreyndum en ekki á hugmyndafræði eða sérhagsmunum." Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að konur og karlar beita ofbeldi til jafns við hvort annað hvort sem það er líkamlegt, eða andlegt, utan þess að karlar eru líklegri til að beita kynferðislegum þvingunum en konur. Þá kom í ljóst að heimilisofbeldi er að jafnaði á báða bóga og konur jafn líklegar og karlar til að vera stjórnlyndar. Til viðbótar leiddi rannsóknin í ljós að heimilisofbeldi í garð beggja kynja tengdist sömu áhættuþáttum og að sömu hvatar voru að baki ofbeldinu sama hvors kyns gerandinn var. „Þó að rannsóknir staðfesti að heimilisofbeldi hefur meiri áhrif á konur þá sýna þessar niðurstöður að stefnubreytingar er þörf, til dæmis þarf að beina athyglinni nánar að ofbeldi af hálfu kvenna, ofbeldi á báða bóga og þörfum karlkyns fórnarlamba." Þá bendir Hamel á að karlar eru mun oftar handteknir en konur í tengslum við heimilisofbeldi, stundum af tilviljanakenndum ástæðum ef ekki er vitað hver gerandinn er, eins og einfaldlega vegna þess að karlar eru jafnan stærri og sterkari en konur. „Verklag af þessu tagi er ekki bara árangurslítið, heldur brýtur það líka á mannréttindum fólks.“ Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu frá útgefanda Partner Abuse.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira