Körfubolti

Obama hringdi í Collins

Obama er mikill körfuboltaáhugamaður.
Obama er mikill körfuboltaáhugamaður.
Það vakti mikla athygli í gær þegar NBA-leikmaðurinn Jason Collins lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Lengi hefur verið beðið eftir því að atvinnumaður í Bandaríkjunum kæmi út úr skápnum.

Barack Obama Bandaríkjaforseti var augljóslega hrifinn af hugrekki Collins því hann hringdi í hann í gær og veitti honum sinn stuðning.

Collins er fyrsti atvinnuíþróttamaðurinn sem er enn að spila sem kemur út úr skápnum. Hinn 34 ára gamli Collins gæti þó hafa leikið sinn síðasta leik í NBA-deildinni og hefur það alfarið með getu hans en ekki kynhneigð að gera.

Fleiri stjórnmálamenn hafa hrósað Collins og má þar nefna Clinton-hjónin.

NBA

Tengdar fréttir

Steig skrefið og kom út úr skápnum

Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×