Steig skrefið og kom út úr skápnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2013 16:48 Jason Collins í baráttunni við Dwight Howard. Nordicphotos/Getty Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér. NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér.
NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Leik lokið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira