Steig skrefið og kom út úr skápnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2013 16:48 Jason Collins í baráttunni við Dwight Howard. Nordicphotos/Getty Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér. NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér.
NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn