Íslenski boltinn

Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Jarl Jónsson dæmir í Pepsi-deild karla.
Gunnar Jarl Jónsson dæmir í Pepsi-deild karla.
Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá.

Þetta kemur fram í Sunnudagsblaði Moggans. Dómarar í Pepsi-deild kvenna fá 15.400 krónur í sinn hlut fyrir leik innanbæjar. Þurfi dómarar að leggja land undir fót, hvort sem er karla- eða kvennamegin, hækka launin.

Launamunurinn er rúm 150 prósent en framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir muninn líkast til svipaðan og hjá leikmönnum í deildunum.

„Það eru bara gerðar meiri kröfur á leiki í karladeildinni," segir Þórir.

Reyndustu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla. Dómarar í Pepsi-deild kvenna dæma einnig í neðri deildum karlamegin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×