Erlent

Tugir fórust í skjálfta í Kína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kínverjar á flótta undan skjálftanum.
Kínverjar á flótta undan skjálftanum. Mynd/ AFP.
Tugir manna fórust og hundruð slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti skók Sichuan héraðið í suðvesturhluta Kína í nótt. Skjálftinn var 6,6 að stærð og eyðilagði byggingar og olli rafmagnsleysi. Vitað er til þess að 56 manns hafi farist en lögreglan telur líklegt að tala látinna eigi eftir að hækka. Björgunarmenn eiga í mestu erfiðleikum með að komast á þau svæði sem verst urðu úti vegna eftirskjálfta og aurbleytu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×