Erlent

Bandaríkjamenn þekkja ekki muninn á Tékklandi og Tjetjeníu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúar í Boston syrgja þá sem fórust í árásunum.
Íbúar í Boston syrgja þá sem fórust í árásunum. Mynd/ AFP.
Bandaríkjamenn virðast margir hafa ruglað saman Tékklandi og Tjetjeníu í umræðunni á samfélagsmilum um sprengingarnar í Boston maraþoninu. Eins og fram hefur komið eru mennirnir, sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á voðaverkunum, frá Tjetjeníu en margir virðast halda að þeir séu frá Tékklandi. Tékknesk yfirvöld hafa af þessu töluverðar áhyggjur eins og sjá má í yfirlýsingu frá Petr Gandalovi, sendiherra Tékka í Bandaríkjunum.

Yfirlýsing hans er svohljóðandi:

„Mér brá eins og flestum örðum við að heyra fréttirnar af hörmungunum í Boston fyrr í mánuðinum. Þetta var mikilvæg áminning um að hver sem er getur þurft að þola tilgangslaust ofbeldi og á hvaða tíma sem er.

Um leið og ítarlegri upplýsingar birtast um uppruna ofbeldismannanna, hef ég miklar áhyggjur þegar ég tek eftir því að á samfélagsmiðlum hefur komið upp mikill miskilningur. Tékkland og Tjetjenía er ekki það sama. Tékkland er ríki í miðhluta Evrópu. Tjetjenía er hins vegar hlut af Rússlandi.

Miloš Zeman, forseti Tékklands, tók það fram í skilaboðum sem hann sendi Obama forseta að Tékkland er virkur og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðuverkum. Við erum staðráðin í því að standa við hlið bandamanna okkar í þessari baráttu. Á því leikur enginn vafi,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×