Erlent

Ríkasti maður Bretlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alisher Usmanov á fullt af peningum.
Alisher Usmanov á fullt af peningum. Mynd/ AFP.
Alisher Usmanov er ríkasti maður Bretlands, samkvæmt lista Sunday Times. Alisher, sem er upprunninn frá Rússlandi, er þekktastur fyrir að eiga 30% hlut í Arsenal. Eignir hans eru metnar á 13,3 milljarða sterlingspund eða tæpar 2700 milljarða króna, samkvæmt listanum sem birtur var í dag.

Ferill Usmanovs í viðskiptum hófst á því að hann fór að framleiða plastpoka en nú er hann umsvifamikill í málmframleiðslu og á hlut í stærsta internetfyrirtæki Rússlands. Að auki á hann símafyrirtæki sem er skráð í kauphöll í Lundúnum og í Moskvu.

Usmanov á Sutton Place, óðalsetur sem eitt sinn var í eigu olíubarónsins J. Paul Getty, og stórt hús í norðurhluta Lundúna.

Lakshmi Mittal, sem lengi var í fyrsta sæti á lista Sunday Times, er nú kominn í fjórða sæti.

Meira má lesa um málið á vef Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×