Erlent

Kassavínið varasamt

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Vilji barnafólk vera að sulla í vínum er betra að eiga það á flöskum fremur en á kössum.
Vilji barnafólk vera að sulla í vínum er betra að eiga það á flöskum fremur en á kössum.
Arne Klyve, framkvæmdastjóri við sjúkrahús í Bergen, varar fólk við kassavínum; ekki af því að þau séu verri eða skaðlegri en vín á flöskum heldur einfaldlega vegna þess að auðveldara er fyrir börn að nappa víni af kassa en flösku. Foreldrar verði þess ekki varir svo auðveldlega.

Þegar krakkar drekka áfengi fá þeir fá einhvern eldri til að kaupa það fyrir sig eða gera strandhögg í birgðum foreldrana. Kassavínið, en sala þess hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum, gerir þann leik léttari.

Að sögn Klyves er mikilvægt að fresta áfengisneyslu táninga eins lengi og mögulegt er. Ef börn byrja að neyta áfengis 13 ára og yngri er árleg neysla þegar þau eru orðin 19 ára 14,4 lítrar af hreinu alkóhóli árlega. Þetta nemur 187 flöskum af léttvíni og 50 af sterku víni á ári. Sem er hættulega mikið. Ef tekst að halda krökkum frá áfengi til 16 ára aldurs segja kannanir að þá drekki sá 19 ára unglingur sem nemur 5,4 lítrum árlega þremur árum síðar eða við 19 ára aldur.

Hinn norski Klyve ráðleggur barnafólki einfaldlega, vilji það endilega vera að drekka og hafa vín uppi við inni á heimilum, að vera með það á flöskum en ekki kössum, eða beljum eins og slíkt vín er oft kallað, í það minnsta þar til börnin eru vaxin úr grasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×