Erlent

Sýrlenskar herdeildar myrða konur og börn

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Herdeildir á vegum Bashar al-Assad eru grimmar að sögn andspyrnuhreyfingarinnar.
Herdeildir á vegum Bashar al-Assad eru grimmar að sögn andspyrnuhreyfingarinnar.
Sýrlenskar herdeildir handgengnar Bashar al-Assad forseta eru sagðar hafa drepið 85 manns, þeirra á meðal konur og börn, þegar þeir réðust inn í úthverfi Damascus en þar hafa þeir átt í átökum í fimm daga. Þessar fregnir eru ekki staðfestar en eru taldar trúverðugar þó þær séu komnar frá andspyrnumönnum í Sýrlandi. Sýrlensk yfirvöld hafa bannað allan sjálfstæðan fréttaflutning eða allt frá því uppreisnaröfl létu á sér kræla árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×