Erlent

Tsarnaev ákærður fyrir sprengingarnar í Boston

Yngri bróðirinn, til vinstri, hefur verið ákærður fyrir sprengingarnar. Sá eldri er fallinn frá. Mynd/ AFP.
Yngri bróðirinn, til vinstri, hefur verið ákærður fyrir sprengingarnar. Sá eldri er fallinn frá. Mynd/ AFP.
Hinn ungi Dzhokhar Tsarnaev, sem sprengdi þrjár sprengjur í Boston Maraþoninu ásamt bróður sínum, sem er látinn, hefur verið ákærður fyrir brot sín að því er BBC greinir frá á heimasíðu sinni. Þar kemur ennfremur fram að réttað verði yfir Tsarnaev í bandaríska réttarkerfinu, en sumir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ýjað að því að réttað ætti yfir Tsarnaev sem erlendum hryðjuverkamanni í gegnum herrétt landsins, en bræðurnir eru upprunalega frá Tsjetsjeníu.

Tsarnaev er mikið slasaður eftir að hann var skotinn í hálsinn í skotbardaga við lögregluna skömmu áður en hann var handtekinn. Hann er kominn til meðvitundar og er þegar farinn að tjá sig við lögregluna um árásina með því að skrifa á blað, en hann getur ekki talað vegna áverka sinna.

Eins og áður hefur komið fram létust þrír í sprengingunum og á annað hundrað manns slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×