Erlent

Richie Havens allur

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Richie Havens, þjóðlagasöngvarinn einstaki, er látinn 72 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Havens var þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi; einskonar tákngervingur blómakynslóðarinnar enda kom hann fyrstur fram á Woodstock-hátíðinni frægu árið 1969 og flutti þá lagið Freedom -- lag sem varð þar með eitt einkennislaga ´68-kynslóðarinnar.

Blómabörn víðs vegar um him syrgja Havens og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson lýsir kynnum sínum af þessum manni svo í Facebook-færslu í morgun: „Get ekki lýst því hvernig var á sínum tíma að horfa á þennan mann í Austurbæjarbíói í þessari skrýtnu mynd ákalla frelsið og fara með gamla negrasálminn um móðurlaust barn til skiptis. Þarna hafði allt safnast saman í stóra persónu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×