Erlent

Kom í veg fyrir sjálfsvíg

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Snögg viðbrögð lögreglumanns í Kólumbíu forðuðu manni frá því að verða fyrir lest. Atvikið náðist á myndband á lestarstöð í borginni Medellin.

Á myndbandinu sést maður ganga í átt að brún lestarpallsins í þann mund sem lestin kemur. Svo virðist sem maðurinn sé í þann mund að fara að svipta sig lífi. Lögreglumaðurinn rífur í handlegg mannsins og togar hann frá lestinni. Augnabliki síðar þýtur hún framhjá.

Myndbandið hefur gengið manna á milli á internetinu og greinir fréttastofa Sky frá því að lögreglumaðurinn hafi þakkað fyrir hlý orð í sinn garð en segist bara hafa verið að sinna starfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×