Erlent

Hamborgarinn alveg eins eftir 14 ár

Þegar Íslendingar ferðast til útlanda þá fá þeir sér gjarnan McDonald's hamborgara enda ekki hægt að fá sér borgarana hér á landi lengur. Hvort þeir geri það áfram verður hver og einn að gera upp við sig.

Í bandaríska þættinum The Doctors á dögunu sýndu þáttastjórnendur fjórtán ára gamlan ostborgara. Það sem vakti athygli þeirra, og margra aðra, er að borgarinn hefur varla breyst í útliti.

David Whipple, sextíu og þriggja ára Bandaríkjamaður, lét þáttastjórnendur fá hamborgarann en hann keypti borgarann 7. júlí árið 1999 í Utah. „Þetta var alveg óvart. Ég keypti hamborgarann til að sýna nokkrum vinum mínum að hann myndi ekki rotna á nokkrum mánuðum. Svo gleymdi ég honum í pokanum og kvittunin var alltaf í vasanum á frakkanum mínum,“ segir Whipple.

Þegar hann og eiginkona hans föttuðu að borgarinn liti ennþá eins út voru þau skelfingu lostin. Hann segist ekki ætla að borða hann en barnabörnin munu fá að sjá borgarann í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×