Erlent

Óðir jarðarberjabændur dæmdir í átján mánaða fangelsi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Enginn slasaðist alvarlega í árásinni en nokkrir verkamannanna voru fluttir á sjúkrahús.
Enginn slasaðist alvarlega í árásinni en nokkrir verkamannanna voru fluttir á sjúkrahús. Mynd/AP
Eigandi jarðarberjabúgarðs og þrír verkstjórar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að skjóta á 32 farandverkamenn sem tíndu fyrir þá jarðarber. Atvikið átti sér stað í þorpinu Nea Manolada í suðvesturhluta Grikklands.

Mennirnir, sem eru allir frá Bangladess, voru hluti af tvö hundruð manna hóp sem kom á fund yfirmannanna í þeim tilgangi að rukka þá um ógreidd laun, en sumir þeirra höfðu ekki fengið greitt í hálft ár.

Skutu yfirmennirnir á hópinn og báru því fyrir í réttarhöldunum að það hefði verið í sjálfsvörn. Enginn slasaðist alvarlega en nokkrir voru fluttir á sjúkrahús.

Slæmur aðbúnaður vinnufólks á svæðinu hefur margsinnis verið gagnrýndur og fólkið látið gista í hrörlegum tjöldum, allt að 150 manns saman, og árásir yfirmanna tíðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×