Erlent

Óðir kasjúhnetubændur brenna hús í Tansaníu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þúsundir bænda í Tansaníu byggja afkomu sína á kasjúhneturækt.
Þúsundir bænda í Tansaníu byggja afkomu sína á kasjúhneturækt. Mynd/Getty
Hópur kasjúhnetubænda í Tansaníu hefur brennt um tuttugu hús til grunna í óeirðum í suðvesturhluta landsins.

Upptök óeirðanna má rekja til þess að bændurnir telja sig hafa verið svikna um hluta af greiðslu fyrir uppskeru sína og taka þeir því reiði sína út á yfirvöldum, sem þeir telja ekki hafa hjálpað sér. Eru hús í eigu stjórnarliða í landinu meðal þeirra sem hafa orðið eldi að bráð.

Þúsundir bænda í Tansaníu byggja afkomu sína á kasjúhneturækt og hafa lengi kvartað undan síbreytilegu verði sem þeir fá greitt fyrir hneturnar og í þessu tilfelli var þeim borgað minna en þeim hafði verið lofað og heimsmarkaðsverði kennt um.

Þetta voru bændurnir ekki sáttir við, og mótmæli þeirra orðin að óeirðum. Fjölmargir hafa verið handteknir og hefur lögregla þurft að beita táragasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×