Erlent

Sérsveit drap gíslatökumann

Frá Georgíu í gær.
Frá Georgíu í gær. MYND/AP
Sérsveit lögreglunnar í Georgíu í Bandaríkjunum skaut og drap vígamann sem tekið hafði fjóra slökkviliðsmenn í gíslinu á heimili sínu í gærkvöld.

Skotbardagi braust út milli lögreglumanna og gíslatökumannsins þegar sá síðarnefndi neitaði að sleppa slökkviliðsmönnunum.

Lögregluyfirvöld hafa ekkert sagt um tildrög málsins.

Eftir að byssumaðurinn var drepinn voru slökkviliðsmennirnir fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×