Erlent

Kona játar að hafa kveikt í timburhúsahverfinu í Björgvin

Kona á fimmtugsaldri gaf sig fram við lögregluna í Björgvin í Noregi í gærkvöldi og kvaðst hafa kveikt í á þremur stöðum í timburhúsahverfi í miðbæ Björgvinjar. 

Miklir eldar loguðu í hverfinu en slökkvistarf gekk vel og var búið að ráða niðurlögum eldanna um miðnætti.

Í frétt um málið í Bergens Tidende segir að konan sem hér um ræðir eigi við geðtruflanir að stríða og hafi margoft hótað því fyrr í vikunni að kveikja í húsunum sem brunnu. Lögreglan hafi reynt að fá hana lagða inn á geðsjúkrahús vegna þessara hótana en án árangurs.

Vegna eldsvoðans þurftu rúmlega 20 manns að flýja heimili sín í gærkvöldi en enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×