Enski boltinn

Rodgers: Carrol gæti leikið fyrir Liverpool á ný

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andy Carrol
Andy Carrol Mynd. / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gefið það í skyn að framherjinn Andy Carrol gæti átt framtíð fyrir sér hjá félaginu en leikmaðurinn hefur verið á láni hjá West-Ham að undanförnu.

Enski framherjinn hefur leikið ágætlega á tímabilinu og hægt og rólega verið að finna sitt gamla form.

Leikmaðurinn náði sér aldrei á strik hjá Liverpool en hann var keyptur til liðsins frá West Ham í janúar 2010 fyrir 35 milljónir punda..

„Við þurfum bara að ræða við leikmanninn hvort hann sé tilbúinn að koma til baka,“ sagði Rodgers.

„Það var alltaf markmiðið að gefa Carrol leiki á tímabilinu til að koma sér í gang og því var best að lána hann frá klúbbnum.“

„Þegar ég kom til félagsins í sumar var Carrol orðin þreyttur á litlum spilatíma og ég gat því miður ekki lofað honum að það myndi breytast. Hlutirnir breytast og leikmenn bæta sig með spilatíma og auknu sjálfstrausti. Það getur vel farið svo að ég muni kalla leikmanninn til baka í sumar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×