Erlent

Obama mun hitta forseta Suður Kóreu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama mun funda um málefni Kóreumanna.
Barack Obama mun funda um málefni Kóreumanna. Mynd/ Getty.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hitta Park Geun-hye, forseta Suður Kóreu, í Hvíta húsinu þann sjöunda maí næskomandi vegna vaxandi togstreitu á Kóreuskaganum. Þeir munu ræða efnahagsmál og öryggismál, segja talsmenn Hvíta hússins. Undanfarna daga hafa Norður - Kóreumenn hótað að ráðast á Suður Kóreumenn, Japani og herstöðvar Bandaríkjamanna í Asíu. Norður Kóreumenn segja núna að þeir muni fylgja hótunum sínum eftir þegar í ljós kom að mótmælendur í Suður Kóreu brenndu myndir af leiðtogum Norður Kóreumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×