Erlent

Pakistanskir hermenn aðstoða á jarðskjálftasvæði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hópur manna hreinsaði götur í Gosht-héraði í gær.
Hópur manna hreinsaði götur í Gosht-héraði í gær. Mynd/AP
Pakistanskir hermenn hafa verið sendir til Íran til að aðstoða almenning í kjölfar öflugs jarðskjálfta sem reið yfir suðausturhluta landsins í gær. Vatn og rafmagn er komið aftur á að mestu.

Að minnsta kosti 35 týndu lífi í skjálftanum, sem mældist 7,8 á Richter, og 150 slösuðust. Háhýsi voru sögð hafa sveiflast í tæpa mínútu í nálægum löndum, bæði í Delí á Indlandi og Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Upptök skjálftans voru skammt frá pakistönsku landamærunum og mikið hefur verið um eftirskjálfta, en sá stærsti mældist 5,7 á Richter.

Skammt er síðan skjálfti upp á 6,3 varð í suðvesturhluta landsins, skammt frá kjarnorkuverinu í Bushehr, en þar fórust 37 og 850 slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×