Erlent

Eitrað bréf ætlað Obama

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mikill viðbúnaður var við póstflokkunarstöðina í gær.
Mikill viðbúnaður var við póstflokkunarstöðina í gær.
Sendibréf stílað á Barack Obama var stöðvað á póstflokkunarstöð í Maryland áður en það komst á áfangastað sinn. Innihald bréfsins var rannsakað og bráðabirgðaniðurstöður staðfesta að um rísín sé að ræða en efnið hefur verið sent til frekari rannsókna.

Rísín er duft unnið úr Castor-baunum og getur drepið manneskju á rúmum sólarhring, en ekkert mótefni er til við eitrinu. Það er sagt þúsund sinnum eitraðra en blásýra.

Fréttamiðlar vestra velta því fyrir sér hvort sendingin tengist sprengjuárásinni í Boston-maraþoninu á mánudag, en talsmaður Alríkislögreglunnar (FBI) segir ekkert benda til þess ennþá.

Þá var sams konar bréf sent til öldungadeildarþingmannsins Roger Wicker frá Mississippi sem einnig var stöðvað.

FBI segist hafa mann grunaðan um sendingarnar en staðfest hefur verið að bréfin komi frá sama sendanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×