Erlent

Eldhaf eftir sprengingu í Waco

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Gríðarleg sprenging í áburðarverksmiðju varð í Waco í gærkvöldi og í kjölfar fylgdi eldhaf.
Gríðarleg sprenging í áburðarverksmiðju varð í Waco í gærkvöldi og í kjölfar fylgdi eldhaf.
Óttast er að 60 til 70 manns hafi farist í gríðarlegri sprengingu sem varð í gærkvöldi, í áburðarverksmiðju, sem er norðan Waco í Texas. Tölur um fjölda látinna eru enn óstaðfestar en vitað er að 178 eru slasaðir.

Fyrst fór reyk að leggja upp frá verksmiðjunni og skömmu síðar gaus upp gríðarleg eldsúla. Íbúar í Waco hafa verið fluttir af svæðinu því óttast er að önnur sprenging geti sprungið en hús í nágrenni verksmiðjunnar hrundu, svo mikil var sprengingin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×