Erlent

Bjórbragð vekur löngun í vímu

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Braglaukarnir ræsa stöðvar heilans sem heimta vímu.
Braglaukarnir ræsa stöðvar heilans sem heimta vímu.
Bjórbragðið eitt og sér veldur efnaskiptum í heila sem vekur löngun í áfengi og önnur vímuefni.

Þessu er haldið fram í rannsókn sem kynnt var á mánudaginn. Bjórbragðið eitt og sér, án áhrifa alkóhóls, ræsir dópamín í heila sem vekur löngun í vímu, en þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var í Indíana háskólanum. Ef alkóhólisma er að finna meðal skyldmenna viðkomandi er þessi framleiðsla dópamíns meiri - boðefni í þeim stöðvum heilans sem tengjast umbun og vellíðan.

Dr. David Kareken, sem stýrir rannsóknarmiðstöð á alkóhólisma í Indíana, segir að um sé að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar, sem sýnir fram á að bragðið eitt og sér veki þetta tiltekna dópamín og virki þessar stöðvar heilans. Og það að þeir sem eiga ættingja sem eru alkóhólistar skuli opnari fyrir þessu bendi eindregið til þess að alkóhólismi sé genatískur sjúkdómur.

Rannsóknin fór þannig fram að heili 49 manna var skannaður fyrir og eftir að þeir drukku sopa af bjór og svo sopa af Gatorate-orkudrykknum til viðmiðunar. Niðurstöðurnar sýndu með óyggjandi hætti að mikill munur var á virkni heilans eftir því hvor drykkurinn var í boði. Þátttakendur í tilrauninni sögðu að löngun í áfengi yxi mjög við bragðið en þess var gætt að menn fengu aðeins 15 millilítra í hvert sinn þannig að alkóhól var ekki faktor í tilrauninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×