Erlent

Hættir við að slátra villiköttum

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Villikettirnir í Sochi fá að lifa, ef marka má nýlegar yfirlýsingar rússneskra yfirvalda.
Villikettirnir í Sochi fá að lifa, ef marka má nýlegar yfirlýsingar rússneskra yfirvalda.
Yfirvöld í Sochi í Rússlandi, þar sem vetrarólympíuleikarnir verða að ári, hafa nú bakkað með umfangsmikla áætlun sem gekk út á að slátra fækingsköttum og hundum í stórum stíl.

Áætlanir yfirvölda í Sochi þess efnis að drepa meira en 2000 flækingsketti og hunda áður en þeir þar bjóða gestum á Vetrarólympíuleikana árið 2014, fór þversum í hin ýmsu dýraverndunarsamtök sem mótmæltu þessum áformum ákaft. Hin opinbera skýring á stefnubreytingunni er hins vegar sú að ekki hafi neinn fengist til að framkvæma verkið eftir að það var boðið út.

Áður hafði komið fram að nauðsynlegt væri að aflífa dýrin bæði til að gæta öryggis gesta og bæta ímynd staðarins. En yfirvöld hurfu frá þeirri áætlun daginn eftir að forseti alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka steig fram og sagði þetta ekki leiðina til að halda niðri fjölda flækingskatta og hunda; sagði að auki þetta gefa skelfilega mynd af borginni og íbúum hennar.

Rússnesk yfirvöld sendu í kjölfarið út yfirlýsingu þess efnis að þau ætli að byggja athvarf fyrir dýrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×