Erlent

Fagnar 116 ára afmæli í dag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jiroemon Kimura er svo sannarlega ekki fæddur í gær.
Jiroemon Kimura er svo sannarlega ekki fæddur í gær. Mynd/AP
Jiroemon Kimura, elsti maður heims samkvæmt Heimsmetabók Guinness, á afmæli í dag. Hann er hvorki meira né minna en 116 ára gamall.

Kimura, sem fæddist 19. apríl 1897, er talinn vera síðasti núlifandi maðurinn hvers ævi spannar þrjár aldir. Aðeins er vitað um tólf manneskjur á lífi í heiminum sem fæddust fyrir þarsíðustu aldamót.

Hann starfaði sem póstburðarmaður þar til hann varð 65 ára og hóf þá störf sem bóndi. Það gerði hann til níutíu ára aldurs.

Kimura hefur borist hamingjuóskir víða að, meðal annars frá Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sem sendi honum kveðju í myndbandi.

Athyglæi vekur að elsta kona heims er einnig frá Japan. Það er hin 115 ára Misao Okawa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×