Erlent

Umhverfisvæn kaffimál tekin í notkun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/Getty
Kaffihúsakeðjan Starbucks hefur tekið í notkun margnota kaffimál í völdum útibúum sínum í Bretlandi. Er vonast til þess að viðskiptavinir notfæri sér þennan kost, og verndi þannig umhverfið og spari í leiðinni.

Útlit margnota málsins byggir á sígilda hvíta og græna pappamáli fyrirtækisins og mun kosta eitt pund. Er 25 pensa afsláttur í boði fyrir hvern þann sem kaupir kaffi í margnota kaffimál.

Áður hafa verið í boði margnota kaffimál hjá Starbucks en þau eru úr keramiki og hafa verið temmilega vinsæl. Nýju málin eru mun léttari og meðfærilegri og þykja líkleg til vinsælda.

„Við vitum að viðskiptavinum okkar er mikið í mun að geta sparað, og lagt sitt af mörkum til náttúruverndar í leiðinni,“ segir Ian Cranna, yfirmaður markaðsdeildar Starbucks í samtali við fréttastofu Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×