Heimsóknum ferðafólks til Indlands hefur fækkað um 25 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í kjölfar hópnauðgunar og morðs í strætisvagni í Delí í lok síðasta árs.
Samkvæmt skýrslu frá ferðamálaráðuneyti Indlands, sem unnin er úr könnun sem gerð var meðal 1200 fararstjóra, spilar ótti ferðafólks við kynferðisárásir þar stærstan þátt, en kvenkyns ferðalöngum fækkaði um 35 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur mikið verið um afbókanir á ferðum sem pantaðar voru fyrir árásina, en hrottalegum kynferðisárásum hefur fjölgað mikið í landinu að undanförnu.
Þessi skýrsla stangast á við upplýsingar frá indverskum yfirvöldum, sem segja ferðamannaiðnaðinn vera í miklum blóma.
Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
