Erlent

Gagnrýnir skotvopnalöggjöf með blóðugum gleraugum Bítils

Skjáskot/Twitter
Yoko Ono, ekkja Bítilsins John Lennon, gagnrýnir skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum með óvenjulegum hætti.

Í gær tísti hún ljósmynd af blóðugum gleraugum Bítilsins á Twitter með textanum „Fleiri en 1.057.000 hafa verið drepnir með byssum í Bandaríkjunum síðan John Lennon var skotinn til bana þann 8. desember 1980.“

Þetta gerði hún í tilefni þess að í gær voru liðin 44 ár síðan hún giftist Lennon, en þau voru bæði miklir friðarsinnar.

Lennon var myrtur fyrir utan heimili þeirra í New York af óðum aðdáanda að nafni Mark Chapman, sem skaut hann fjórum sinnum fyrir framan Ono.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×