Erlent

Rannsaka mannréttindabrot í Norður Kóreu

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að rannsaka mannréttindabrot í Norður Kóreu í fyrsta sinn.

Rannsóknin mun beinast að pólitískum fangabúðum og þrælkunarbúðum í landinu og því hvort stjórnvöl hafi svelt þegna sína. Stjórnvöld í Norður Kóreu segja þessa ákvörðun vera pólitískan leik.

Talsmaður mannréttindanefndarinnar segir að hugsanlega sé hægt að flokka þrælkunarbúðirnar í Norður Kóreu sem brot gegn mannkyninu. Talið er að um 200.000 manns séu nú í þessum búðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×