Erlent

Forseti Kína í opinbera heimsókn til Rússlands

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping forseti Kína kemur í opinbera heimsókn til Rússlands í dag, þá fyrstu í embætti sínu.

Xi mun eiga viðræður við Vladimir Putin í Moskvu en reiknað er með að þeir muni ræða orkumál og fjárfestingar. Mikil aukning hefur orðið í viðskiptum milli Kína og Rússlands á undanförnum árum og náðu þau 88 milljörðum dollara á síðasta ári.

Eftir heimsóknina til Rússlands mun Xi síðan heimsækja Tanzaníu, Suður Afríku og Lýðveldið Kongó áður en þessari fyrstu utanlandsferð hans í embætti forseta lýkur þann 30. mars




Fleiri fréttir

Sjá meira


×